Óbreytt : Helgihald jóla og áramóta

Aðventa, jól og áramót.

Langholtskirkja

Sunnudagur 19. desember:  Messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Lára Ruth Clausen, Jakob Freyr Einarsson og Hera Sjöfn Atladóttir taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum.  Félagar úr Fílharmóníunni syngja við messuna undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista.  Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar.

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju 18. og 19. desember : Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar og Lilju Daggar Gunnarsdóttur.  Jólasöngvarnir verða nú haldnir í fertugasta og þriðja sinn.  Einsöngvarar Hallveig Rúnarsdóttir og Eggert Reginn Kjartansson.  Miðasala og upplýsingar á tix.is.

Aðfangadagur 24. desember : Aftansöngur jóla kl. 18:00.  Hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.  Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Vera Hjördís Matsdóttir syngur einsöng.  Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar.

Jóladagur 25. desember :  Söngvar og lestar kl. 14. Fallegir jólasálmar og lestar jólanna.  Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista.  Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar.

Annar dagur jóla 26. desember :  Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14.  Magnús Ragnarsson organisti og sr. Aldís Rut Gísladóttir þjóna.

Sunnudagur 9. janúar :  Messa og fyrsti sunnudagaskóli nýs árs kl. 11.  Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum.  Félagar úr Fílharmóníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista.  Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar.

Vakin er athygli á sameiginlegu helgihaldi fyrir prestakallið allt :

Annan dag jóla kl.14 í Langholtskirkju, Nýársdag kl. 16 í Laugarneskirkju.  
Einnig er útvarpað messu frá Áskirkju þann 2. janúar kl. 11 á Rás 1.

Starf eldri borgara í Langholtskirkju hefst að nýju miðvikudaginn 12. janúar 2022.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar Langholtssóknar óska lesendum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þakklæti fyrir það liðna.  
Verið velkomin til kirkju !