Fimmtudagurinn 18. apríl – Skírdagur : Fermingarmessa kl. 11.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjóna.
Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
Föstudagurinn 19. apríl – Föstudagurinn langi : Guðsþjónusta kl. 11.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.
Organisti er Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju syngur.
Sunnudagurinn 21. apríl – Páskadagur : Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.
Ath. breyttan messutíma. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar.
Organisti Magnús Ragnarsson. Kór Langholtskirkju auk eldri félaga syngur.
Sögustund og páskaeggjaleit barnanna fer fram á sama tíma í litla sal.
Morgunverðarhlaðborð að messu og sögustund lokinni.
Notaleg stund fyrir alla fjölskylduna, verið hjartanlega velkomin.
Fimmtudagurinn 25. apríl – Sumardagurinn fyrsti : Fermingarmessa kl. 13.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur þjóna.
Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju syngja.
Við allar athafnir aðstoða Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og sjálfboðaliðar við helgihaldið.
Sóknarnefnd og starfsfólk Langholtskirkju biður öllum friðar og gleði á páskum. Verið velkomin í kirkjuna.