Haustmarkaður í Langholtskirkju 2. nóvember.

Haustmarkaður í Langholtskirkju.
Laugardaginn 2. nóvember frá kl: 12.00-16.00
Íbúum hverfanna við Laugardal er boðið að taka þátt í þessum markaði, þar sem þátttakendum býðst eitt borð til afnota til þess að selja sínar vörur, þeim að kostnaðarlausu. Einnig verður heimilt að hafa eina litla fataslá, sem viðkomandi leggur til sjálfur. Allt mun fara fram innan dyra í báðum sölum kirkjunnar og anddyri safnaðarheimilisins. Meðan á markaðnum stendur verður boðið upp á kaffi og kleinur.
Kórarnir ætla að vera með girnilegan kökubasar í anddyri safnaðarheimilisins.
Þeir sem vilja nýta sér markaðsaðstöðuna hringi í 789-1300 á milli 10 og 15 á virkum dögum eða sendið póst á langholtskirkja@langholtskirkja.is fyrir 25.október