Haustbasar Kvenfélags Langholtssóknar sunnudaginn 6. nóvember

Kvenfélag Langholtssóknar stendur fyrir hinum árlega og sívinsæla haustbasar næstkomandi sunnudag 6. nóvember kl. 12 – 15 , eða strax að lokinni messu. Að mörgu verður að taka líkt og endranær enda glæsilegir munir á boðstólum sem og hlutaveltan okkar þar sem eru engin núll! Veitingasala ásamt veglegum kökubasar er á sínum stað.

Við hvetjum hverfisbúa alla ásamt gestum og gangandi að koma og gera góð kaup í aðdraganda jólanna. Verið öll velkomin !

haustbasar-kv-4