Á Kvenréttindadaginn 19. júní verður léttguðsþjónusta í Langholtskirkju kl. 11 sem hentar öllum aldurshópum. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Söng- og tónlistarkonan Emma Eyþórsdóttir sem var fermd við kirkjuna fyrr í vor, spilar og syngur í athöfninni. Kaffi og meðlæti eftir stundina í safnaðarheimili. Verið öll hjartanlega velkomin!
Athugið að þetta er síðasta guðsþjónustan fyrir sumarfrí en kirkjan opnar á nýjan leik 2. ágúst.