Létt og skemmtileg guðsþjónusta í Langholtskirkju sunnudaginn 12. júní kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Söngkonurnar Jara Hilmarsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir leiða safnaðarsöng og taka lagið fyrir kirkjugesti. Organisti er Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður aðstoðar við helgihaldið.
Kaffisopi eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin!