Graduale Nobili
Graduale Nobili var stofnaður árið 2000 af Jóni Stefánssyni. Kórinn er skipaður meðlimum á aldrinum 18-30 ára sem öll hafa stundað eða lokið tónlistarnámi. Kórinn á að baki sér farsælan feril. Hann hefur meðal annars gefið út nokkra diska og komið fram víða um heim, hvort sem á eigin tónleikum eða með öðrum flytjendum, til dæmis með Björk Guðmundsdóttur og bandarísku hljómsveitinni Fleet foxes. Auk þess hefur hann unnið til verðlauna í alþjóðlegum kórakeppnum og frumflutt fjölda verka eftir íslensk sem erlend tónskáld.
Vorið 2022 gaf kórinn út plötuna Vökuró. Platan er gefin út í samstarfi við Universal Music undir formerkjum DECCA plötuútgáfunnar og stjórnandi var Þorvaldur Örn. Smellið hér til að hlusta á Vökurró.
Kórinn er sjálfstæður og skipa kórfélagar stjórn sem heldur utan um rekstur og skipulag. Æfingar og tónleikar fara fram í Langholtskirkju sem hefur verið heimili kórsins frá stofnun hans. Kórstjóri er Sunna Karen Einarsdóttir. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við kórstjóra á netfangið sunnakareneinars@gmail.com.