Verið velkomin í messu og sunnudagaskóla, sunnudaginn 2. febrúar kl. 11.
Barnakórinn Graduale Futuri syngur undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Sara Grímsdóttir tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum.
Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili að messunni lokinni.