Hefur þig alltaf langað til að byrja að hlaupa en átt erfitt með að koma þér af stað?
Göngu/skokk-hópur Kvenfélags Langholtssóknar hefur göngu sína í næstu viku. Hópurinn hentar öllum, byrjendum jafnt og þeim sem eru vanar að hreyfa sig. Hugmyndin er að koma saman og fá sér ferskt loft í góðum félagsskap.
Hópurinn ætlar að hittast í fyrsta sinn fimmtudaginn 17. september kl. 17:30 við inngang safnaðarheimilisins og vikulega eftir það.
Allir hjartanlega velkomnir og við hvetjum ykkur til að koma og prufa eitt skipti. Þátttaka er ókeypis!