Göngumessa verður sunnudaginn 17. júlí kl. 11.00. Gengið verður frá Áskirkju og um Laugardalinn ef veður og vindar leyfa. Sálmasöngur, ritningarorð og hugvekja í sumargróandanum. Áætluð endurkoma í Áskirkju kl. 12.00. Magnús Ragnarsson organisti og félagar úr Söngsveit Fílharmoníunnar leiða söng. Prestur sr. Bolli Pétur Bollason. Verið velkomin!