Vertu velkomin í aðventumessu kl. 11 Góðir grannar syngja undir stjórn Egils Gunnarssonar og undirleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Brasskvartett úr Skólahljómsveit Austurbæjar leikur einnig við athöfnina. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnudagaskólanum. Léttur hádegisverður að messu lokinni.