Barnastarf Langholtskirkju hefst formlega sunnudaginn 4. september kl. 11 í fyrstu fjölskyldumessu vetrarins.
Þau börn sem ætla að taka þátt í kóra- og barnastarfi í haust eru boðin hjartanlega velkomin í stundina á sunnudaginn ásamt fjölskyldum sínum auk annarra barna. Jóhanna Gísladóttir æskulýðsprestur og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina ásamt Bryndísi Baldvinsdóttur kórstjóra. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og epli í safnaðarheimili eftir stundina. Við hlökkum til að sjá sem flesta.