Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Laugardalsprestakalls verður kl. 11 á páskadag í skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal.
Umsjón með stundinni hafa sr. Helga Kolbeinsdóttir og sr. Sigurður Jónsson, ásamt Emmu Eyþórsdóttur og Þorsteini Jónssyni, leiðtogum í barnastarfi Ás- og Laugarnessókna. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.
Prestar, starfsfólk og sjálfboðaliðar safnaðanna við Laugardal óska lesendum gleðilegra páska !
Verið velkomin í kirkjurnar við Dalinn.