Verið velkomin í fjölskyldumessu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina ásamt Bryndísi Baldvinsdóttur sem spilar undir. Kór Vogaskóla undir stjórn Margrétar Hrafnsdóttur sækir kirkjuna heim og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi og meðlæti eftir stundina í safnaðarheimili.