Fjölskyldumessa sunnudaginn 5. febrúar

Létt og skemmtileg fjölskyldumessa kl. 11. Kórskóli Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur. Barn verður borið til skírnar í athöfninni. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrejesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

Kaffi, djús og meðlæti eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.