Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 31. mars kl. 11. Krúttakór Langholtskirkju undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Gudjohnsen gleður kirkjugesti með nærveru sinni og söng. Sr. Jóhanna Gísladóttir, Hafdís Davíðsdóttir æskulýðsfulltrúi og Magnús Ragnarsson organisti leiða samveruna. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar þjóna og bjóða upp á kaffi og veitingar að samveru lokinni. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna.