Fjölskyldumessa sunnudaginn 29. október

Verið velkomin í fjölskyldumessu sunnudaginn 29. október kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina. Bryndís Baldvinsdóttir annast undirspil. Krúttakór Langholtskirkju syngur fyrir kirkjugesti undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður, messuþjónar og börn í barnastarfi kirkjunnar aðstoða við helgihaldið.

Skemmtileg samverustund fyrir alla fjölskylduna. Kaffi og ávextir í safnaðarheimili eftir stundina.