Nú er loksins komið að fyrstu fjölskyldumessu vetrarins! Á sunnudaginn kl. 11:00 koma allir saman, ungir sem aldnir, og gleðjast yfir lífinu og góðum Guði. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina ásamt góðum hópi messuþjóna og sjálfboðaliða úr röðum fermingarbarna.
Skólahópur Krúttakórs Langholtskirkju tekur lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur. Birna Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir.
Í messunni verður tekið við samskotum fyrir flóttamannahjálp Hjálparstarfs Kirkjunnar en börn úr starfi 3.-4. bekkjar eru búin að útbúa krukkur sem þau munu láta ganga um salinn. Við hvetjum ykkur til að sópa saman klinki heima hjá ykkur og láta gott af ykkur leiða, margt smátt gerir heilmikið!
Kaffi, djús og epli í safnaðarheimili eftir stundina.