Verið öll velkomin í Langholtskirkju sunnudaginn 20. nóvember kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða létta og bráðskemmtilega fjölskyldumessu sem hentar öllum aldurhópum.
Krúttakór Langholtskirkju kemur fram í fyrsta sinn á þessu misseri undir stjórn Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur og Söru Grímsdóttur en kórinn telur um 80 börn svo það verður vafalaust líf og fjör þegar þau syngja fyrir kirkjugesti! Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir af sinni kunnu snild og Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Kaffi, mandarínur og góð samvera í safnaðarheimili eftir stundina.