Fjölskyldumessa sunnudaginn 2. október kl. 11

Verið velkomin í fjölskyldumessu sunnudaginn 2. október kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir, Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi og Bryndís Baldvinsdóttir kórstjóri taka vel á móti kirkjugestum. Kórskóli Langholtskirkju leiðir safnaðarsöng og syngur fyrir kirkjugesti. Skemmtileg samvera fyrir alla aldurshópa.
Messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina í safnaðarheimili kirkjunnar. Sjáumst hress á sunnudaginn!

Kórskóli 2016 (1)