Verið velkomin í fjölskyldumessu kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar. Krúttakór Langholtskirkju undir stjórn Söru Grímsdóttur og Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Öllum börnum er boðið að mæta í grímubúningi til kirkju þennan dag. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Kaffi, djús og ávextir eftir samveruna í safnaðarheimili. Við hlökkum til að sjá sem flest!