Verið velkomin til kirkju sunnudaginn 17. mars kl. 11. Yngri hópur barnakórsins Graduale Liberi undir stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Sr. Jóhanna Gísladóttir, Hafdís Davíðsdóttir æskulýðsfulltrúi og Magnús Ragnarsson organisti þjóna ásamt messuþjónum. Léttur hádegisverður í boði í safnaðarheimili eftir stundina.
Í beinu framhaldi hefst páskabingó kvenfélagsins í safnaðarheimili. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna!