Verið velkomin í fjölskyldumessu sunnudaginn 16. september kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina ásamt Magnúsi Ragnarsyni organista og Sunnu Karen Einarsdóttur kórstýru. Eldri hópur barnakórsins Graduale Liberi leiðir safnaðarsöng og tekur lagið fyrir kirkjugesti. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og okkar frábæru messuþjónar reiða svo fram kaffi og meðlæti að stund lokinni. Notaleg stund fyrir alla aldurshópa.