Verið öll velkomin í létta og skemmtilega fjölskyldusamveru sunnudaginn 15. apríl kl. 11. Yngri hópar Krúttakórs Langholtskirkju ætla að taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Organisti er Magnús Ragnarsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Við hlökkum til að sjá sem flest!