Verið öll velkomin í létta og skemmtilega fjölskyldusamveru sunnudaginn 13. maí kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar ásamt Bryndísi Baldvinsdóttur píanóleikara. Stúlknakórinn Graduale Futuri og grænlenskur barnakór leiða saman hesta sína í athöfninni og taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi og ávextir eftir stundina í safnaðarheimili. Öll velkomin.