Tíminn líður hratt og næstkomandi sunnudagur 22. nóvember er sá síðasti á kirkjuárinu. Þá er fjölskyldumessa í Langholtskirkju kl. 11 og allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina og fá góða hjálp frá messuþjónum og fermingarbörnum.
Yngri hópar Krúttakórs Langholtskirkju undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Thelmu Hrannar Sigurdórsdóttur leiða safnaðarsöng og taka fyrir okkur lagið. Birnar Kristín Ásbjörnsdóttir spilar undir. Lítil dama verður borin til skírnar í messunni og biblíusaga dagsins segir frá Jóhannesi skírara sem skírði meðal annarra Jesú sjálfan!
Kaffi, djús og piparkökur eftir stundina í safnaðarheimilinu. Við hlökkum til að sjá ykkur öll!