Fjórði sunnudagur í aðventu í Langholtskirkju er helgaður jólabörnum á öllum aldri. Kl. 11 hefst skemmtileg fjölskyldumessa og beinu framhaldi færum við okkur yfir í safnaðarheimilið og dönsum í kringum jólatréð ásamt kátum jólasveinum sem ætla að kíkja í heimsókn til okkar. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina og Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Aðalsteinn Guðmundsson kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið.
Verið öll hjartanlega velkomin!