Sunnudaginn næstkomandi 15. október kl. 11 er fjölskyldumessa í Langholtskirkju. Þar verður sögð sagan um Móses litla sem átti úrræðagóða móður sem bjargaði lífi hans með því að taka til sinna ráða. Hefur þú heyrt þessa sögu áður ?
Jóhanna og Snævar leiða stundina ásamt Esju og glæstum hóp sjálfboðaliða, messuþjóna og fermingarbarna.
Kórskóli Langholtskirkju ætlar að syngja með okkur og fyrir okkur undir stjórn Bryndísar Baldvinsdóttur og Jón Stefánsson organisti spilar undir. Kaffi, djús og meðlæti eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir!