Fjórði sunnudagur í aðventu er rétt handan við hornið og þá ætlum við í Langholtinu að vera með fjölskyldumessu og jólaball !
Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson leiða stundina ásamt Esju og messuþjónum. Hin fjölhæfa Bryndís Baldvinsdóttir kórstjóri Kórskólans ætlar að spila fyrir söng og dansi.
Rauðklæddir bræður hafa einnig boðað komu sína og hver veit nema okkur takist að fá þá til að dansa í kringum jólatréð með okkur? Kaffi, djús og mandarínur eftir stundina. Skemmtileg stund fyrir unga sem aldna og allir hjartanlega velkomnir!