Helgihald í Langholtskirkju í janúarmánuði endar á skemmtilegri fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 31. janúar kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir og Snævar Jón Andrjesson æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Bryndís Baldvinsdóttir spilar undir. Elstu börnin í Krúttakór Langholtskirkju taka lagið fyrir kirkjugesti undir stjórn Bjargar Þórsdóttur og Ragnheiðar Söru Grímsdóttur. Messuþjónar og fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.
Kaffi, djús og kex í safnaðarheimili eftir stundina. Allir hjartanlega velkomnir.