Fermingarfræðsla 2021-2022

Fermingarfræðsla Langholtskirkju stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagastöðu, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar.

Markmið fræðslunnar er :
– Efla almenna þekkingu á kristinni trú.
– Vekja unglingana til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.
– Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.
– Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í Langholtskirkju.

Þau sem hyggjast taka þátt eru beðin um að skrá sig hér : SKRÁNINGARBLAÐ

Kynningarfundur fyrir unglingana og foreldra/forráðafólk verður í kirkjunni næsta haust, og verður tölvubréf sent til skráðra barna.

Fræðslan hefst með lotukennslu 13.-16. september síðdegis.

Því næst verða samverur einu sinni til tvisvar í mánuði, dagsetningar verða birtar á heimasíðu kirkjunnar.

Helgina 15.-17. Október verður svo haldið í Vatnaskóg í Hvalfirði, en Vatnaskógur er dýrðarstaður hannaður með þarfir barna og unglinga í forgrunni.

 

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur !

Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og Aldís Rut Gísladóttir prestur.