Fermingardagar vorið 2019 eru eftirfarandi:
Pálmasunnudagur 14. april
Skírdagur 18. april
Sumardagurinn fyrsti 25. apríl
Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna berast með pósti til foreldra og forráðafólks í byrjun maí. Fjölskyldur fermingarbarna eru boðnar í messu 27. maí og á stuttan fræðslufund sem hefst strax að messu lokinni. Öll eru velkomin til að koma og kynna sér fræðsluna, hvort sem barnið hefur hug á að ferma sig eða ekki. Fermingarfræðslan sjálf hefst svo með lotukennslu vikuna 13. – 17. ágúst.