Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarfi Kirkjunnar

 

Mánudaginn 2. nóvember taka fermingarbörn í Langholtskirkju þátt í landssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar. Þá ganga fermingarbörnin í sókninni í hús og safna fjármunum í innsiglaða bauka merkta Hjálparstarfi kirkjunnar. Safnað er fyrir vatnsbrunnum í Jijiga héraði í Eþíópíu. Við biðjum ykkur að taka vel á móti börnunum, en þessi söfnun vegur þungt í vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar.