Event details
- 15/09/2024
- 14:00 to 16:00
Contact event manager
Book your tickets
Vígsluafmælishátíð
14:00 to 16:00
15/09/2024
000000
Við höldum hátíð í Langholtskirkju !
Í tilefni fjörtíu ára vígsluafmælis kirkjunnar okkar förum við í sparifötin.
Við messum kl. 14 og kórarnir okkar láta ljós sitt skína: Kór Langholtskirkju, Graduale Nobili og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista og tónlistarstjóra Langholtskirkju. Í messunni verður frumflutt verk Magnúsar sem samið var nú í sumar sérstaklega fyrir þessa athöfn. Verkið er samið fyrir Kór Langholtskirkju án undirleiks og er textinn úr 121 Davíðssálmi. Heiðursgestur hátíðarinnar verður nývígður biskup Íslands. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur þjónar. Þennan dag verður nýtt altari, predikunarstóll og skírnarsár tekin í notkun, Andrés Narfi Andrésson arkitekt teiknaði og Heggur innréttingar sáu um smíðina.
Að messu lokinni verður boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimlinu.
Komdu og fagnaðu með okkur á þessari hátíðarstundu.