Opið hús á miðvikudögum
Opið hús er í Langholtskirkju alla miðvikudaga yfir vetrartímann og hefst aðra vikuna í september. Umsjón starfsins hafa þær Sigríður Ásgeirsdótir og Helga Guðmundsdóttir.
Dagskráin er með hefðbundnu sniði: Helgistund hefst í kirkjunni kl. 12:10. Léttur hádegisverður er fram borinn kl. 12:30. Eftir matinn er samsöngur með organista kirkjunnar og síðan er tekið til við að spila brids og vist, vinna í höndunum eða bara spjalla saman. Síðdegiskaffi er borið fram kl. 15.00.
Öll eru velkomin án tillits til búsetu. Þau sem vilja spila eru beðnir að vera mætt á staðinn kl. 13.00 þegar raðað er á spilaborðin. Öðrum er heimilt að mæta eftir hentugleika. Sóknarbörn sem komast ekki á eigin vegum geta fengið far til og frá kirkju gegn vægu gjaldi. Athugið að einungis er hægt að bjóða sóknarbörnum þessa þjónustu.
Öll eru hjartanlega velkomnir, bæði þau sem verið hafa með okkur áður sem og nýir gestir.