10 – 12 ára starf

TTT starf er fyrir börn í 5. – 7. bekk sem koma saman einu sinni í viku og gera ýmislegt skemmtilegt saman. Starfið hefst 12. september 2019 og fer fram alla miðvikudaga (ath. breytt dagsetning) kl. 14:00 – 16.00.

Markmið starfsins er að gefa börnum hverfisins tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar ásamt því að öðlast grunnþekkingu í kristinni trú. Börnin móta sína dagskrá að vissu leyti sjálf en á planinu er meðal annars föndur, leikir, óvissuferð og sólarhringsferð í Vatnaskóg á vorönn. Öll börn eru velkomin hvort sem þau ganga í Langholts- og Vogaskóla eða ekki. Starfið er gjaldfrjálst.

sr. Aldís Rut Gísladóttir hefur umsjón með starfinu og hægt að hafa samband við hana í gegnum netfangið aldisrut@gmail.com og s. 8487486