Nú þegar er búið að ákveða fermingardaga næsta vors til hagræðingar fyrir foreldra sem vilja hefja undirbúning snemma. Fermt verður í þremur athöfnum vorið 2017 :
Pálmasunnudag 9. apríl kl. 11
Skírdag 13. apríl kl. 11
Hvítasunnudag 4. júní kl. 11
Verðandi fermingarbörn og fjölskyldur þeirra velja sér þann dag sem hentar þeim best og engin fjöldatakmörk verða sett á athafnirnar. Ekki þarf að vera búið að ákveða fermingardag þegar skráning fer fram. Almenn skráning í fermingarfræðsluna hefst í byrjun maí á heimasíðu kirkjunnar.
Vert er að nefna að fermingarfræðslan hefur það að markmiði að efla almenna þekkingu í kristnum fræðum m.a. til að efla menningarlæsi og gefur unglingum færi á að kynnast kirkjunni sinni, starfssemi hennar og starfsfólki. Öllum börnum er velkomið að taka þátt í fræðslunni hvort sem þau hafa hug á að fermast um vorið eða ekki. Nánari upplýsingar um tilhögun fræðslunnar koma í byrjun maí þegar skráning hefst.