Birna Kristín Ásbjörnsdóttir er nemandi í FÍH og æfir alla virka morgna á píanóið í kirkjunni. Við starfsfólkið sem fáum að njóta þess að hlusta á hana getum vitnað um að hún er mikill snillingur! Birna Kristín mun taka þátt í fjölskyldumessunum í vetur með Jóhönnu og Snævari en sú fyrsta verður 27. september og verður auglýst betur síðar.