Barnastarf Langholtskirkju á virkum dögum hefst á nýjan leik aðra vikuna í september. Öll börn eru velkomin og starfið gjaldfrjálst. Skráning fer fram á staðnum en einnig er hægt að senda tölvupóst á johanna@wpvefhysing.is fyrir frekari upplýsingar.
Börn í 3. – 4. bekk koma á miðvikudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst miðvikudaginn 13. september.
Börn í 5. – 7. bekk koma á þriðjudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst þriðjudaginn 12. september.
Stúlkur í 9. bekk hittast einu sinni í mánuði í vetur eða síðasta miðvikudagskvöld hvers mánaðar kl. 19-21. Starfið hefst 27. september.
___________
Börn í 1. – 2 . bekk verða boðin sérstaklega velkomin á þriðjudögum kl. 13.30 -15. Starfið hefst í janúar 2018.