Frá og með fimmtudeginum 10. desember er allt barnastarf á virkum dögum og eldri borgarastarf komið í jólafrí. Starfið hefst á nýjan leik vikuna 11. – 15. janúar. Sunnudagaskólinn verður þó áfram á sínum stað 3. og 4. sunnudag í aðventu og jólaball fyrir börn á öllum aldri þann 20. desember að lokinni fjölskyldumessu.
Helgihald verður í kirkjunni alla hátíðardagana og allir hjartanlega velkomnir. Starfsfólk kirkjunnar óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og velfarnaðar á nýju ári.