Það er líf og fjör í barnastarfi Langholtskirkju. Starfið er alla þriðjudaga, fyrir börn í 3.-4. bekk er það frá kl. 14-15 og fyrir börn í 5.-7. bekk er það frá 15-16. Starfið er gjaldfrjálst og öll börn hjartanlega velkomin.
Marta Ýr Magnúsdóttir guðfræðinemi, Margrét Rut leikskólakennari og guðfræðingur og Hera Atladóttir ungleiðtogi leiða stundirnar.
Hér má sjá mynd frá einni samveru þar sem mála átti með einhverju öðru en penslum, t.d. voru notaðir burstar, blöðrur, fjaðrir og fingur !