Börn í 5. og 6. bekk hittast kl. 14:00 – 15:30 á föstudögum og bralla ýmislegt saman. Börnin móta sína dagskrá að vissu leyti sjálf en á planinu er meðal annars föndur, leikir, óvissuferð og þau ætla einnig að gista saman í kirkjunni í eina nótt í vetur. Allir velkomnir. Starfið er gjaldfrjálst.