Barnastarf fyrir 5. – 7. bekk hefst á nýjan leik mánudaginn 6. febrúar

TTT starf er fyrir börn í 5. – 7. bekk sem koma saman einu sinni í viku og gera ýmislegt skemmtilegt saman. Starfið hefst á nýjan leik 6. febrúar 2017. Hópurinn starfar til lok apríl og endar í helgarferð í Vatnaskógi. Starfið fer fram á mánudögum kl. 17:00 – 18:00.

Markmið starfsins er að gefa börnum hverfisins tækifæri á að kynnast kirkjunni sinni og starfsfólki hennar ásamt því að öðlast grunnþekkingu í kristinni trú. Börnin taka fullan þátt í að móta starfið og unnið verður markvisst að því að efla lýðræðis- og jafningjavitund þeirra. Öll börn eru velkomin hvort sem þau ganga í Langholts- og Vogaskóla eða ekki. Starfið er gjaldfrjálst.

Starfsfólk Langholtskirkju mun annast starfið. Sr. Jóhanna Gísladóttir hefur umsjón með starfinu og hægt að hafa samband við hana í gegnum netfangið johanna@wpvefhysing.is.