Barnastarf fyrir 3. og 4. bekk er byrjað !

Barnastarf Langholtskirkju er hafið að nýju eftir gott sumarfrí.
Fyrsti barnahópurinn hefst þriðjudaginn 8. september kl. 15:00 – 16:30.
Það er starf fyrir 3. og 4. bekk þar sem börnin fá tækifæri í gegnum leik, föndur og fræðslu að kynnast hverfiskirkjunni sinni, starfsfólki þess og spjalla um Guð, lífið og tilveruna.
Starfið er gjaldfrjálst en mikilvægt er að skrá börnin á netfangið johanna@wpvefhysing.is.
Einnig þarf að láta vita í frístund ef að börnin ætla að fara í kirkju eftir kaffistundina.