Vetrarfrí grunnskóla Reykjavíkurborgar stendur yfir 18. – 21. febrúar. Á því tímabili er einnig vetrarfrí í barnastarfi kirkjunnar, þ.e. hópi TTT á mánudegi og 3. – 4. bekk á þriðjudegi. Kóræfingar falla þó ekki niður heldur verða á hefðbundnum tíma. Láta þarf kórstjóra vita ef barn kemst ekki á æfingu.
Við hlökkum til að taka á móti börnunum í barnastarfinu í næstu viku.