Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september

Barnastarf á virkum dögum hefst aðra vikuna í september. Öll börn eru velkomin og er starfið án endurgjalds. Starfið fer fram á eftirfarandi tímum:

3. – 4. bekkur hittist á þriðjudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst þriðjudaginn 10. september og eru börnin skráð á staðnum. Láta þarf frístund vita ef börnin eru skráð hjá þeim þennan dag.

5. – 6. bekkur hittist á fimmtudögum kl. 14 – 16. Starfið hefst fimmtudaginn 12. september og eru börnin skráð á staðnum.

Starf fyrir 1. – 2. bekk hefst eftir áramót. Líkt og áður verða börnin sótt í skólann og fylgt til baka í frístund. Skráning hefst um áramót.

Aldís Rut Gísladóttir prestur, annast barnastarfið ásamt Mörtu Ýr Magnúsdóttur guðfræðinema. Hægt er að hafa samband í síma : 848-7486 eða í gegnum netfangið : aldisrut@gmail.com fyrir nánari upplýsingar. Við hlökkum til að taka á móti börnunum í haust!