Barnastarf á virkum dögum hefst á nýjan leik í október

Barnastarf Langholtskirkju á virkum dögum fyrir yngri aldurshópanna hefst á nýjan leik í október.

Samvera fyrir 3. og 4. bekk er á þriðjudögum kl. 15.-16.15.

Samvera fyrir 1. og 2. bekk Langholtsskóla er miðvikudögum kl. 13.30-15.

Í janúar hefst svo starf fyrir 5.-7. bekk og 1. og 2. bekkur í Vogaskóla verður boðinn velkominn í febrúar. Allar nánari upplýsingar um starfið og skráningu er að finna hér á heimasíðu kirkjunnar undir ,,starfið -> börn og unglingar“ eða í gegnum netfangið: johanna@wpvefhysing.is. Starfið er gjaldfrjálst og öll börn velkomin.