Barnastarf á virkum dögum hefst að nýju 12. janúar.
Hóparnir eru eftirfarandi:
1. – 2. bekkur í Langholtsskóla hefst fimmtudaginn 14. janúar og verður með sama sniði og fyrir jól. Börnin eru sótt í skólann og fylgt til baka í frístund eftir samveruna. Þessi hópur lýkur starfi sínu í lok janúar.
1. – 2. bekkur í Vogaskóla tekur til starfa 4. febrúar. Nánari upplýsingar um starfið, leiðbeinendur og skráningu er að finna hér á heimasíðu kirkjunnar undir „starfið – börn og unglingar“.
3. – 4. bekkur hefst þriðjudaginn 12. janúar og verður með sama sniði og fyrir jól. Nánari upplýsingar um starfið, leiðbeinendur og skráningu er að finna hér á heimasíðu kirkjunnar undir „starfið – börn og unglingar“.
9. bekkur hefur göngu sína í lok janúar. Fermingarbörnum frá síðasta vetri verður boðið upp á námskeið í umhverfisvitund. Nánari upplýsingar munu berast í pósti til barnanna.
_______________________
5. -7. bekkur lauk starfi sínu fyrir áramót og hefst ekki að nýju fyrr en haustið 2016. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að sjá sem flesta á nýjan leik á næsta misseri.
Fermingarfræðslan er með óbreyttu sniði og næsta samvera verður 25. janúar kl. 17 – 19.