Barnakórar Langholtskirkju komnir í jólafrí

Allir barnakórar kirkjunnar eru komnir í jólafrí frá og með mánudeginum 14. desember. Kóræfingar hefjast á nýju ári vikuna 10. – 16. janúar.

Æfingar hefjast hjá Kórskóla, Graduale og Graduale Futuri 12. janúar

Æfingar hefjast hjá Krúttakórnum 13. janúar

Þau börn sem skráð voru í Kórskólann, Graduale og Graduale Futuri á haustönn 2015 eru sjálfkrafa skráð á vorönn 2016 nema foreldrar/forráðamenn óski eftir öðru. Til þess að nýskrá börn sem voru ekki með á haustönn 2015 er best að hafa samband við kórstjórana sjálfa en upplýsingar um þá er að finna hér á heimasíðu kirkjunnar undir „starfið“ -„kórar“.

Upplýsingar um skráningu í Krúttakórinn fyrir þau börn sem skráð voru á haustönn 2015 er að finna á Facebook síðu kórsins, „Krúttakór 2015-16“. Nýskráningar fara fram í gegnum netfangið: kruttakorinn@gmail.com.

Kórstjórar og starfsfólk Langholtskirkju óska kórbörnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, farsældar á komandi ári og þakkar þeim ótal gleðistundir á árinu sem er að líða.