Á þessu ári eru fimmtán ár frá stofnun kórsins en hann var stofnaður á haustdögum árið 2000. Í kórnum eru hverju sinni 24 kórfélagar sem valdir eru úr hópi þeirra sem skarað hafa fram úr með Gradualekór Langholtskirkju. Á þessum árum hafa rúmlega 90 stúlkur sungið með kórnum og munu þær sem tiltækar eru syngja á þessum tónleikum. Efnisskráin samanstendur af „uppáhalds verkum“ í gegnum tíðina en þau hafa oftar en ekki verið í erfiðari kantinum.
Miðasala fer fram í anddyri kirkjunnar.